Innlent

Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skemmtiferðaskipið Viking Sky sigldi frá Seyðisfirði í gær.
Skemmtiferðaskipið Viking Sky sigldi frá Seyðisfirði í gær. Vísir/Vilhelm

Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi.

Skipið hefur verið á siglingu við Íslandsstrendur undanfarnar vikur en lét úr höfn frá Seyðisfirði í gær. Skipið er þessa stundina austur af Berufirði.

Hjördís segir að nokkur fjöldi gesta á skipinu fari í sóttkví en aðrir sleppi við sóttkví. Annars sjái skipið sjálft um rakningu vegna smitsins.

Ben Souza, farþegi um borð í skipinu, segir í bloggfærslu að allir farþegar og starfsmenn skipsins séu bólusettir. Þá fari allir í Covid-19 próf á degi hverjum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×