Enski boltinn

Stað­festir að Bale verði ekki á­fram hjá Totten­ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale leikur ekki í treyju Tottenham á næstu leiktíð.
Bale leikur ekki í treyju Tottenham á næstu leiktíð. Shaun Botterill/AP

Nuno Espirito Santo, nýráðinn stjóri Tottenham, segir að Gareth Bale verði ekki hluti af leikmannahóp félagsins á næstu leiktíð.

Bale var lánaður til Tottenhm á síðustu leiktíð frá Real Madrid þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár.

„Hann mun ekki verða hluti af okkar leikmannahóp,“ svaraði Nuno er hann var spurður út í stöðuna á Bale.

Carlo Ancelotti tók við Real Madrid í sumar og hefur sagst ætla að gefa Bale ný tækifæri hjá félaginu.

Núverandi samningur Bale við Real rennur út næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.