„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 16:17 Þessi flugvél er af sömu gerð og sú sem um ræðir. Wikicommons/Ígor Dvúrekov Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021 Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25