Erlent

Önnur flugvél brotlent í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Farþegaflugvél brotlenti í austurhluta Rússlands fyrr í þessum mánuði. Þá dóu 28 manns.
Farþegaflugvél brotlenti í austurhluta Rússlands fyrr í þessum mánuði. Þá dóu 28 manns. EPA/RONALD WITTEK

Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn.

Uppfært 12:37

Leitarmenn voru ræstir út á þyrlu eftir að flugvélin hvarf og hafa þeir fundið stað þar sem flugvélin brotlenti. Samkvæmt yfirlýsingu sem vitnað er í í frétt Mosow Times sáu mennirnir fólk lifandi við brak flugvélarinnar.

Fyrr í þessum mánuði fórst farþegaflugvél af svipaðri gerð, Antonov AN-26, á Kamtjatkaskaga með 28 um borð. Þá lifði enginn af.

Öryggisstaðlar hafa verið bættir í Rússlandi á undanförnum árum. Flugslys sem snúa að eldri flugvélum í einangruðum héruðum Rússlands þykja þó enn tiltölulega algengar, samkvæmt frétt Reuters.

Moscow Times segir Antonov flugvélarnar hafa verið framleiddar á tímum Sovétríkjanna en þær séu enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×