Innlent

Farþegar skemmtiferðaskips hugsanlega sekir um sóttvarnabrot á Djúpavogi

Árni Sæberg skrifar
Það er ekki furða að farþegarnir hafi viljað fara í land á Djúpavogi.
Það er ekki furða að farþegarnir hafi viljað fara í land á Djúpavogi. Stöð 2/Egill

Aðgerðastjórn Lögreglustjórans á Austurlandi hefur hugsanlegt sóttvarnarbrot til rannsóknar eftir að farþegar skemmtiferðaskips fóru í land á Djúpavogi án leyfis. Einn farþegi skipsins greindist smitaður af Covid-19 í fyrradag.

Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky, sem hefur verið á siglingu um íslandsstrendur síðustu vikur, greindist smitaður af Covid-19. 

Viðkomandi var þá þegar settur í einangrun um borð og maki hans í sóttkví í annarri káetu. Samkvæmt Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, þarf nokkur fjöldi gesta á skipinu að fara í sóttkví en aðrir sleppa við sóttkví. Annars sjái skipið sjálft um rakningu vegna smitsins.

Skipið hafði viðkomu á Djúpavogi í dag og fóru farþegar þess í land. Til þess hefði þurft leyfi sóttvarnaryfirvalda en þess var ekki aflað.

Í tilkynningu aðgerðarstjórnar segir að mat hennar sé að lítil hætta sé á dreifingu smits frá farþegum skipsins. Þó er biðlað til verslunareigenda og þjónustuaðila sem fengu til sín gesti frá skipinu, að gæta vel að sprittun og þrifum. 

Auk þess nýtir aðgerðarstjórnin tækifærið til að hvetja til áframhaldandi persónubundinna sóttvarna þrátt fyrir rýmri reglur innanlands.


Tengdar fréttir

Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur

Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×