Enski boltinn

Liverpool beinir athygli sinni að nýkrýndum Evrópumeistara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nicolo Barella sprellar með Henri Delaunay bikarinn eftir að Ítalía varð Evrópumeistari á sunnudaginn.
Nicolo Barella sprellar með Henri Delaunay bikarinn eftir að Ítalía varð Evrópumeistari á sunnudaginn. getty/Michael Regan

Liverpool hefur áhuga á nýkrýnda Evrópumeistaranum Nicolo Barella sem leikur með Inter.

Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool eftir síðasta tímabil og Rauði herinn leitar nú að miðjumanni til að fylla hans skarð.

Meðal miðjumanna sem hafa verið orðaðir við Liverpool má nefna Youri Tielemans hjá Leicester City og Saúl Níguez hjá Atlético Madrid og nú síðast Barella.

Hinn 24 ára Barella varð ítalskur meistari með Inter á síðasta tímabili og var í lykilhlutverki í liði Ítalíu sem varð Evrópumeistari um síðustu helgi. Barella kom til Inter frá Cagliari 2019.

Fleiri lið hafa áhuga á Barella, þar á meðal Manchester United. Hann er metinn á sextíu milljónir punda.

Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Fyrsti leikur liðsins á næsta tímabili er gegn nýliðum Norwich City laugardaginn 14. ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.