Fótbolti

Valur mætir Al­fons og norsku meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í Póllandi í kvöld þar sem þeir pólsku tryggðu sér áframhaldandi veru í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Úr leik liðanna í Póllandi í kvöld þar sem þeir pólsku tryggðu sér áframhaldandi veru í forkeppni Meistaradeildarinnar. Adam Nurkiewicz/Getty Images

Bodø/Glimt verða mótherjar Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en bæði lið duttu út úr forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og í gær.

Valsmenn duttu út fyrir Dinamo Zagreb, samanlagt 5-2, eftir 2-0 tap á Vodafone-vellinum í gær en Bodø/Glimt tapaði 2-0 fyrir Legía Varsjá í síðari leik liðanna í Póllandi í kvöld.

Bodø hafði tapað fyrri leiknum í Noregi 3-2 en þeir fengu dauðafæri eftir hálftíma leik að komast yfir. Frábær fyrirgjöf Alfons rataði á fjærstöngina en inn vildi boltinn ekki.

Það voru svo heimamenn sem komust yfir á 41. mínútu. Luquinhas skoraði þá eftir laglegan sprett en Nikita Haikin í marki Bodø/Glimt hefði átt að gera betur. 1-0 í hálfleik.

Norðmennirnir skölluðu í slá í síðari hálfleik en heimamenn skoruðu annað markið á 94. mínútu. Það gerði Tomas Peckhart eftir fyrirgjöf. Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodø.

Valur og Bodo mætast á Hlíðarenda á fimmtudaginn í næstu viku og í Noregi viku síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×