Enski boltinn

Benitez eftir mót­mæli: „Það eru til­finningar í fót­bolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez léttur á blaðamannafundi dagsins.
Benitez léttur á blaðamannafundi dagsins. Tony McArdle/Getty

Rafa Benitez, nýráðinn stjóri Everton, segir að hann muni leggja sig allan fram hjá félaginu en læti hafa verið í kringum ráðningu Benitez.

Benitez stýrði eins og flestum er kunnugt um, grönnunum í Liverpool um margra ára skeið og varð meðal annars Evrópumeistari með félaginu.

Það kom því nokkuð á óvart er hann var tilkynntur sem þjálfari Gylfa Sigurðssonar og félaga.

„Ég mun berjast fyrir Everton í hverjum einasta leik og á móti öllum. Það gleður mig að þetta félag verður stærra og stærra og við verðum samkeppnishæfari,“ sagði Benitez.

Margir stuðningsmenn Everton voru allt annað en sáttir er það kom í ljós að félagið væri í viðræðum við Spánverjann með Liverpool fortíðina og létu þeir vel í sér heyra.

„Þetta eru fótbolti og þar eru tilfinningar. Það eina sem ég get sagt er að ég mun berjast fyrir félagið, eins og á öllum öðrum stöðum sem ég hef verið á.“

„Það er líklega ekki margir sem vita það en stuðningsmennirnir eru þægilegir í búðinni og á veitingastöðunum. Stærsti hlutinn í Liverpool, sem er mín borg, hefur tekið vel í þetta,“ sagði Benitez.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.