Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 10:54 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. „Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“ Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
„Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42