Innlent

Fjöldi út­lendinga hefur tafið bólu­setningar í dag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Röðin klukkan um 14:30 í dag.
Röðin klukkan um 14:30 í dag. vísir/óttar

Ljúka átti bólu­setningar­deginum í dag klukkan tvö en að­sókn hefur verið nokkuð meiri en heilsu­gæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragn­heiðar Óskar Er­lends­dóttur, fram­kvæmda­stjóra hjá heilsu­gæslunni.

Því verður haldið á­fram að bólu­setja í dag þar til að­sóknin fer að róast. Röðin í opnu bólu­setninguna sést vel út um gluggann af skrif­stofu Vísis og er hún enn nokkuð löng þegar þetta er skrifað eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Um sjö þúsund skammtar af bólu­efni Pfizer voru gefnir í endur­bólu­setningu í dag. Tals­vert meira er þó til af efninu og því er einnig opið hús fyrir þá sem hafa enn ekki fengið bólu­setningu.

Um tólf hundruð manns hafa mætt í opnu bólu­setninguna að sögn Ragn­heiðar, sem var sjálf á fullu við störf í Lauga­rdals­höllinni þegar Vísir náði tali af henni.

„Það var meiri traffík en við áttum von á. Það komu líka svo margir sem eru ekki með kenni­tölu, þeir sem eru bú­settir er­lendis, og það tekur lengri tíma að þjónusta þá í kerfinu. Það hefur tafið okkur svo­lítið í dag,“ sagði Ragn­heiðu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir fer fyrir verkefninu í Laugardalshöll.Stöð 2/Sigurjón

Hún segir að þeir sem séu í röðinni núna þurfi ekki að hafa á­hyggjur af að komast ekki að:

„Nei, nei við bara klárum þetta í dag. Það er svo­lítil röð enn þá, ég þori eigin­lega ekki að fara og kíkja á hvað hún er löng. En það er bara gott veður og svona og við klárum þetta í dag.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×