Rasmus klobbaður, Kristinn og Patrick í flækju og Valur féll úr leik Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 13:00 Guðmundur Andri Tryggvason komst í hættulegt færi í fyrri hálfleik en var stöðvaður á síðustu stundu. vísir/bára Króatískir landsliðsmenn, nýbúnir að spila á Evrópumótinu í fótbolta, sáu um að skora mörk Dinamo Zagreb gegn Val á Hlíðarenda þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu. Öll helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi. Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2. Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2.
Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira