Markvörður Arsenal gerði kostuleg mistök í fyrsta leiknum með aðalliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 09:00 Arthur Okonkwo verður væntanlega þriðji markvörður Arsenal á næsta tímabili. getty/Stuart MacFarlane Markvörðurinn Arthur Okonkwo gerði sig sekan um slæm mistök í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Arsenal í gær. Skytturnar töpuðu þá fyrir Hibernian frá Skotlandi í æfingaleik. Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira