Banna hraða tónlist til að draga úr útbreiðslu veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:38 Líkamsræktarstöðvar í Seúl mega ekki spila of hraða tónlist. Chung Sung-Jun/Getty Líkamsræktarstöðvum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni hefur verið bannað að spila hraða tónlist í húsakynnum sínum, til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira