Banna hraða tónlist til að draga úr útbreiðslu veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:38 Líkamsræktarstöðvar í Seúl mega ekki spila of hraða tónlist. Chung Sung-Jun/Getty Líkamsræktarstöðvum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni hefur verið bannað að spila hraða tónlist í húsakynnum sínum, til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira