Innlent

Kona hand­tekin vegna hnífs­tungunnar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Rannsókn málsins er á frumstigi. Myndin er úr safni.
Rannsókn málsins er á frumstigi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lög­regla hand­tók konu síðasta laugar­dag eftir að maður var stunginn með hníf á Hverfis­götu. Hún er grunuð um að hafa stungið hann í lærið.

Ekki var farið fram á gæslu­varð­hald yfir konunni og henni sleppt úr haldi. Að sögn Guð­mundar Péturs Guð­munds­sonar lög­reglu­full­trúa eru bæði konan og maðurinn góð­kunningjar lög­reglu.

Rannsókn málsins er enn á frumstigi. Maðurinn hefur enn ekki lagt fram kæru gegn konunni.

Guðmundur Pétur segir manninn ekki mikið slasaðan eftir hnífs­tunguna. Hann hafi hlotið minniháttar áverka og að mun verr hefði getað farið.

Hnífstungan varð á Hverfisgötu við gatnamót Vitastígs rétt fyrir klukkan fimm að degi til síðasta laugardag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×