Erlent

Fjölmenn mótmæli á Kúbu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi mótmælenda var saman kominn í höfuðborginni Havana.
Fjöldi mótmælenda var saman kominn í höfuðborginni Havana. Eliana Aponte/AP

Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum.

Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar.

Það hefur þó ekki orðið til góðs því smitum fer nú fjölgandi á eyjunni og hafa skráð tilfelli sjaldan eða aldrei verið fleiri. Fjörutíu og sjö létu lífið af völdum Covid-19 í gær. Auk þess að mótmæla bágu efnahagsástandi gerðu mótmælendur einnig kröfu um að bóluefni verði gerð aðgengilegri en hægt hefur gengið að bólusetja þjóðina síðustu mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×