Innlent

Þórunn Egilsdóttir er látin

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þórunn Egilsdóttir er látin 56 ára að aldri.
Þórunn Egilsdóttir er látin 56 ára að aldri. vísir/vilhelm

Þórunn Egils­dóttir, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, er látin eftir bar­áttu við brjósta­krabba­mein. Hún lést á sjúkra­húsinu á Akur­eyri í gærkvöldi.

Þórunn hafði setið á þingi fyrir Fram­sóknar­flokkinn í Norð­austur­kjör­dæmi frá árinu 2013. Í byrjun árs 2019 greindist hún með brjósta­krabba­mein og gekk í gegnum stranga með­ferð.

Hún tók sér þá hlé frá störfum sínum á þingi en sneri aftur á síðasta ári þegar meinið var horfið. Í lok þess árs fór það aftur að segja til sín.

Þórunn fæddist í Reykja­vík þann 23. nóvember 1964. Hún skilur eftir sig eigin­mann, Frið­björn Hauk Guð­munds­son, og þrjú börn; Kristjönu Lou­ise, Guð­mund og Heklu Karen.

Þórunn starfaði sem sauð­fjár­bóndi og grunn­skóla­kennari áður en hún fór á þing. Hún var lengi virk í starfi Fram­sóknar­flokksins en á þing­ferli hennar sinnti hún meðal annars starfi þing­flokks­for­manns og sat sem fyrsti vara­for­seti Al­þingis.

Greint er frá andlátinu í samráði við aðstandendur.


Tengdar fréttir

Þórunn Egilsdóttir hættir á þingi

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í komandi kosningum í haust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×