Forseti UEFA segir það ósanngjarnt að spila EM í mörgum mismunandi löndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2021 11:45 Aleksander Ceferin sér ekki fyrir sér að EM verði haldið aftur með sama sniði og í ár. Harold Cunningham - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir það ósanngjarnt gagnvart stuðningsmönnum og liðunum sem taka þátt á EM hversu langt sumir þurfi að ferðast á milli leikja. Hann segir að hann muni ekki láta þetta koma fyrir aftur. Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira