Enski boltinn

Nuno Tavares til Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nuno Tavares er genginn til liðs við Arsenal.
Nuno Tavares er genginn til liðs við Arsenal. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Arsenal staðfesti í morgun kaup á portúgalska bakverðinum Nuno Tavares. Tavares er 21 árs og á að veita Kieran Tierney samkeppni um vinsti bakvarðarstöðuna.

Kaupverðið er talið vera í kringum átta milljónir punda, en þessi 21 árs leikmaður kom í gegnum unglingastarf Benfica og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í ágúst 2019.

Tavares hefur leikið með yngri landsliðum Portúgal og spilaði 25 leiki með Benfica á seinasta tímabili. Þar á meðal spilaði hann báða leikina gegn Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Mikel Arteta, þjálfari liðsins, segir að Tavares muni styrkja hópinn.

„Við bjóðum Nuno velkominn í liðið. Hann er ungur leikmaður sem lofar góðu og hefur þroskast mikið með Benfica seinustu tímabil,“ sagði Arteta.

„Hann hefur einnig sýnt gæði sín með því að vera valinn ú U-21 árs lið Portúgal. Koma hans styrkir liðið og gefur okkur fleiri möguleika í vörninni.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.