Enski boltinn

Framlengir við Liverpool eftir lánsdvölina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harvey verður áfram í Liverpoolborg.
Harvey verður áfram í Liverpoolborg. Andrew Powell/Getty

Liverpool tilkynnti í dag að félagið hefði framlengt samning sinn við hinn átján ára gamla Harvey Elliott.

Elliott var lánaður til Blackburn í ensku Championship-deildinni á síðustu leiktíð en hann kom til Liverpool 2019.

Þá kom hann frá Fulham og hann lék níu leiki fyrir Liverpool áður en hann var lánaður til Blackburn.

Hann gerði sjö mörk, lagði upp önnur ellefu í þeim 41 leikjum sem hann spilaði fyrir Blackburn og vakti hann mikla athygli.

Liverpool sagði að hann hafi skrifað undir nýjan og langan samning en það stendur ekki hversu langur samningur er.

Á Transfermarkt kemur þó fram að samningur sé til 2023.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.