Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 11:09 Glódís Perla í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla)
Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira