Íslenski boltinn

Sau­tján ára stelpur með glæsi­mörk úr auka­­­spyrnum í Pepsi Max í gær: Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsfélagar Þóru Björg Stefánsdóttur fagna henni eftir að hún skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Fylki í gær.
Liðsfélagar Þóru Björg Stefánsdóttur fagna henni eftir að hún skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Fylki í gær. Vísir/Bára

Tvær 2004 stelpur skoruðu frábær mörk með skotum beint úr aukaspyrnu í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í gær.

Þetta eru þær Jakobína Hjörvarsdóttir hjá Þór/KA og Þóra Björg Stefánsdóttir hjá ÍBV. Jakobína verður sautján ára eftir aðeins nokkra daga en Þóra Björg varð sautján ára í febrúar.

Báðar eru þær örfættar og báðar komu þær sínu liði á bragðið í mikilvægum útisigrum en spennan er mikil í deildinni í sumar.

Jakobína kom Þór/KA í 1-0 á 21. mínútu í Keflavík en norðankonur unnu leikinn á endanum 2-1. Þetta var fyrsta mark hennar í efstu deild. Aukaspyrnan var út á hægri kanti en frábært skot Jakobínu úr aukaspyrnunni sigldi í fjærhornið upp.

Þóra Björg kom ÍBV í 1-0 á 45. mínútu á móti Fylki í Árbænum en Eyjakonur unnu leikinn 2-1. Þóra Björg var að skora sitt annað mark í efstu deild en hún skoraði einnig með mjög flottu skoti af vítateigslínu í sigri á Selfossi í Eyjum. Aukaspyrna Þóru var fyrir utan teiginn hægra megin.

Hér fyrir neðan má sjá þessar tvær frábæru aukaspyrnur þessa efnilegu knattspyrnukvenna.

Klippa: Sautján ára stelpur að setja hann úr aukaspyrnum í Pepsi Max



Fleiri fréttir

Sjá meira


×