Rannsóknarblaðamaður skotinn úti á götu í Amsterdam Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 20:50 Af vettvangi í Amsterdam í kvöld. EPA/EVERT ELZINGA Peter R. de Vries, þekktur hollenskur blaðamaður, var skotinn úti á götu í Amsterdam í kvöld. De Vries er hvað helst þekktur fyrir fréttir sínar af sakamálum í Hollandi. Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð. Holland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð.
Holland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira