Kolbeinn spenntur fyrir komu hins þaulreynda Marcus Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 20:31 Kolbeinn Sigþórsson, framherji Gautaborgar í Svíþjóð og íslenska landsliðsins. fotbollskanalen.se Samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá IFK Gautaborg segir hann einn besta framherja sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann er meiðslalaus. Sænski landsliðsframherjinn Marcus Berg mun ganga til liðs við félagið á næstunni og gæti sæti Kolbeins í byrjunarliðinu verið í hættu. „Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
„Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira