Erlent

Níu greindust með veiruna í Fær­eyjum í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Getty

Alls greindust níu manns með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Um var að ræða fjögur smit sem tengjast landamærunum og svo fimm innanlandssmit.

Þetta kemur fram í nýjustu gögnum frá embætti landlæknis Færeyja.

Um smitin fjögur sem tengjast landamærum segir að einn hafi greinst með smit við komu til landsins en þrír í sýnatöku á þriðja eða fjórða degi eftir komuna til Færeyja.

Fimm greindust innanlands í gær þar sem fjórir tengjast áður þekktu hópsmiti. Ekki hefur tekist að rekja eitt innanlandssmitið sem greindist í gær.

Alls eru 25 nú í einangrun í Færeyjum vegna Covid-19. Tekin voru 2.165 sýni síðasta sólarhringinn.

Frá upphafi heimsfaraldursins hafa 793 manns greinst með kórónuveiruna í Færeyjum og hefur eitt dauðsfall verið rakið til Covid-19.

Alls teljast 38,5 prósent einstaklinga í Færeyjum, sextán ára og eldri, nú fullbólusettir, en 57 prósent hafa fengið að minnsta kosti fyrri sprautu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.