Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 10:45 Guðrún Aspelund, yfirlæknir sóttvarnasviðs Embættis landlæknis, varar við því að börn ferðist til útlanda. Vísir Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54
Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22