Íslenski boltinn

Dramatískur sigur Eyjamanna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Felix Örn (t.v.) skoraði sigurmark Eyjamanna á ögurstundu.
Felix Örn (t.v.) skoraði sigurmark Eyjamanna á ögurstundu. Vísir/Daníel Þór

Tveimur leikjum er lokið í 10. umferð Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. ÍBV vann nauman sigur sem kemur sér vel fyrir þá í toppbaráttunni.

10. umferðin hófst í gær með leik Vestra og Fjölnis sem þeir fyrrnefndu unnu 2-1. Tveir leikir fóru þá fram fyrri hluta kvölds.

ÍBV, sem var í öðru sæti deildarinnar, heimsótti Þrótt frá Reykjavík í Laugardalinn en Þróttarar þurftu á stigum að halda í botnbaráttunni. Kario Edwards-John fékk tækifæri til að koma Þrótti yfir þegar liðið fékk vítaspyrnu á 10. mínútu. Halldór Páll Geirsson, markvörður Eyjamanna, varði hins vegar spyrnuna.

Allt virtist stefna í markalaust jafntefli, þar til Felix Örn Friðriksson tókst að skora fyrir Eyjamenn í uppbótartíma. 1-0 sigur gestanna frá Eyjum því staðreynd.

ÍBV er eftir sigurinn með 22 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur frá toppliði Fram. Þróttur er aftur á móti í 11. sæti, fallsæti, með sjö stig.

Á Selfossi gerðu 1-1 jafntefli við Þór frá Akureyri. Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom þar gestunum yfir snemma leiks en Valdimar Jóhannsson jafnaði fyrir Selfoss stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Selfoss fer upp í níu stig í níunda sæti deildarinnar með stiginu en Grótta fer niður í tíunda sætið með stigi minna. Þórsarar eru í sjöunda sæti með tólf stig, líkt og Afturelding sem er sæti neðar með verri markatölu.

10. umferðin klárast í kvöld með þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×