Fótbolti

Lið Guð­laugs Victors selur sæti sitt í úr­vals­deild Leagu­e of Leg­ends á fjóra milljarða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson samdi við Schalke 04 í sumar.
Guðlaugur Victor Pálsson samdi við Schalke 04 í sumar. Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images)

Schalke 04 er ekki aðeins rótgróið knattspyrnulið í Þýskalandi heldur er það – eða var – með mjög öflugt lið í tölvuleiknum League of Legends.

Seldi það sæti sitt í úrvalsdeild LoL á fjóra milljarða íslenskra króna. Er þetta gert til að bjarga fótboltaliði félagsins sem er skuldum vafið.

Schalke 04 féll úr þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er nú að safna liði til að komast upp úr B-deildinni í fyrstu tilraun. Samdi íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson við félagið í sumar en það er samt sem áður ljóst að fjárhagsstaða félagsins er slæm.

Ljóst að þeir fjórir milljarðar sem fást fyrir sæti Schalke 04 í úrvalsdeild League of Legends munu hjálpa til en liðið er sem stendur í 7. til 9. sæti deildarinnar. Mun liðið klára núverandi tímabil en að því loknu mun BDS taka sæti þess í deildinni. Hafa liðin tvö sem og Riot Games, fyrirtækið sem á LoL, verið við samningsborðið í fimm mánuði.

Óvíst er hvað kemur fyrir akademíulið Schalke 04 en það er í neðri deild LoL.

Mikil sorg ríkir með söluna en var það eina leiðin til að halda knattspyrnuliði félagsins á floti. Á meðan rafíþróttalið félagsins var fimm ára gamalt þá stendur 04 í nafni Schalke fyrir árið sem félagið var stofnað, það er 1904.

Liðið hafði verið 30 ár samfleytt í efstu deild og ætlar sér strax aftur upp. Þann 23. júlí mætast Schalke og Hamburger SV í sannkölluðum stórleik 1. umferðar þýsku B-deildarinnar en Hamburger er einnig gamalt stórveldi. Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur verið orðaður við félagið en hann er samningslaus um þessar mundir.

Mbl.is greindi fyrst frá.


Tengdar fréttir

Guð­laugur Victor á leið til Schalke

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mun á næstu dögum ganga til liðs við þýska stórveldið Schalke 04 sem er fallið úr efstu deild Þýskalands í knattspyrnu. Þetta herma heimildir íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2.

Í­hugaði að flytja heim til Ís­lands eftir skelfi­legt ár

Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Victor Pálsson, opnaði sig um mikla erfiðleika á árinu 2020 og viðurkenndi að hann hefði íhugað að hætta í atvinnumennsku og koma heim til Íslands og spila einfaldlega í Pepsi Max-deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.