Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tregust til að afhenda gögn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júlí 2021 06:00 Skúli Þór, formaður NEL, segir að verið sé að reyna að leysa vandann í góðu. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við vinnslu fréttarinnar. Vísir Ágreiningur hefur verið uppi milli Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skyldu lögreglunnar til að afhenda nefndinni ákveðin gögn. Frá því að nefndin tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum hefur mikill tími farið í gagnaöflun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gögnin sem embættið virðist tregt til að afhenda nefndinni eru gögn í sakamálum sem eru til rannsóknar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig þannig ekki mega afhenda gögn sem tengjast málum í rannsókn til NEL, sem telur það hins vegar beinlínis skyldu lögreglunnar. Stórt embætti og mikið álag Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður NEL, segir við Vísi að nefndin eigi ekki í vandræðum með að fá sambærileg gögn afhent frá öðrum embættum lögreglunnar. „Þetta er náttúrulega stærsta embættið, mesta álagið og það er mest að gera hjá þeim. Maður hefur skilning á því og við erum að reyna að leysa þetta í góðu,“ segir Skúli. Erfitt að fá upptökurnar Þetta kom upp þegar Vísir spurði Skúla út í álit NEL á störfum lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu, því á meðal þess sem þar kom fram var hve langan tíma það tók nefndina að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglunnar afhentar. Þegar þær svo loks bárust kom í ljós að hluti hljóðsins hafði verið afmáður og segir Skúli að það hafi verið vegna þess að NEL hafi fengið sömu útgáfu senda og verjendur þeirra sem eiga hlut að málinu fengu. Þar hafði lögregla afmáð þann hluta upptakanna, sem ekki snerti málið beint, eins og samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðar ámælisvert. Nefndin óskaði þá eftir því að fá frumupptökurnar og fékk þær á endanum en varð á sama tíma að afhenda lögreglunni aftur upptökurnar sem hafði verið átt við. „Við urðum að skila þeim inn því við áttum ekki að fá upptökuna, sem við þó fengum, vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Skúli. Tefur nefndina óhóflega „En málið er að við höfum mjög skýrar heimildir til að fá gögn og við höfum mjög ríka þagnarskyldu á það sem við sjáum og heyrum,“ heldur hann áfram og telur það alveg skýrt í lögum að nefndin eigi rétt á öllum gögnum frá lögreglunni, meira að segja þeim sem sem eru í rannsókn vegna sakamála. „Því að sko – ef að við erum að fara að horfa á það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki afhenda okkur einhver gögn vegna þess að mál eru til rannsóknar þá erum við kannski ekki að fá gögn í einhverju máli í tvö ár eða eitthvað.“ Allsherjarnefnd segir lögin skýr Vandamálið virðist ekki nýtt af nálinni. Frumvarp um breytingar á löreglulögum voru samþykktar fyrir þinglok en í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið var fjallað um þetta atriði. Nefndin hafði þá fengið ýmsa aðila að borðinu, til dæmis meðlimi NEL, og hefur greinilega velt því fyrir sér hvort skerpa ætti það ákvæði í lögum sem kveður á um heimild nefndarinnar til að fá gögn afhent frá lögreglunni: „Fram komu sjónarmið um að svo virðist sem að embættin átti sig ekki á afhendingarskyldunni sem á þeim hvílir samkvæmt lögunum og þá fari mikill tími í gagnaöflun frá lögregluembættunum. Því þyrfti að kveða skýrt á um þá skyldu og undantekningar þar á ef einhverjar væru,“ segir í áliti nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar taldi þá ekki ástæðu til að skerpa á þessu atriði í lögum, það væri mjög skýrt nú þegar: „Meiri hlutinn bendir á að skv. 6. mgr. 8. gr. frumvarpsins yrði texti 5. mgr. 35. gr. lögreglulaga óbreyttur frá því sem nú er og telur ákvæðið vera skýrt um afhendingarskyldu embættanna. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi þess að nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum og fái þær upplýsingar sem hún þarf. Í þessu samhengi telur meiri hlutinn mikilvægt að embættin sem í hlut eiga séu meðvituð um hlutverk nefndarinnar.“ Ráðherra inni í málinu Skúli segir að NEL eigi í mjög góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið og að verið sé að reyna að leysa þessi mál svo nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði þá við Vísi fyrr í vikunni að hún hefði áður rætt og þyrfti að ræða betur um þessi mál við lögregluna. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við gerð fréttarinnar. Lögreglan Reykjavík Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Frá því að nefndin tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum hefur mikill tími farið í gagnaöflun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gögnin sem embættið virðist tregt til að afhenda nefndinni eru gögn í sakamálum sem eru til rannsóknar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig þannig ekki mega afhenda gögn sem tengjast málum í rannsókn til NEL, sem telur það hins vegar beinlínis skyldu lögreglunnar. Stórt embætti og mikið álag Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður NEL, segir við Vísi að nefndin eigi ekki í vandræðum með að fá sambærileg gögn afhent frá öðrum embættum lögreglunnar. „Þetta er náttúrulega stærsta embættið, mesta álagið og það er mest að gera hjá þeim. Maður hefur skilning á því og við erum að reyna að leysa þetta í góðu,“ segir Skúli. Erfitt að fá upptökurnar Þetta kom upp þegar Vísir spurði Skúla út í álit NEL á störfum lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu, því á meðal þess sem þar kom fram var hve langan tíma það tók nefndina að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglunnar afhentar. Þegar þær svo loks bárust kom í ljós að hluti hljóðsins hafði verið afmáður og segir Skúli að það hafi verið vegna þess að NEL hafi fengið sömu útgáfu senda og verjendur þeirra sem eiga hlut að málinu fengu. Þar hafði lögregla afmáð þann hluta upptakanna, sem ekki snerti málið beint, eins og samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðar ámælisvert. Nefndin óskaði þá eftir því að fá frumupptökurnar og fékk þær á endanum en varð á sama tíma að afhenda lögreglunni aftur upptökurnar sem hafði verið átt við. „Við urðum að skila þeim inn því við áttum ekki að fá upptökuna, sem við þó fengum, vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Skúli. Tefur nefndina óhóflega „En málið er að við höfum mjög skýrar heimildir til að fá gögn og við höfum mjög ríka þagnarskyldu á það sem við sjáum og heyrum,“ heldur hann áfram og telur það alveg skýrt í lögum að nefndin eigi rétt á öllum gögnum frá lögreglunni, meira að segja þeim sem sem eru í rannsókn vegna sakamála. „Því að sko – ef að við erum að fara að horfa á það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki afhenda okkur einhver gögn vegna þess að mál eru til rannsóknar þá erum við kannski ekki að fá gögn í einhverju máli í tvö ár eða eitthvað.“ Allsherjarnefnd segir lögin skýr Vandamálið virðist ekki nýtt af nálinni. Frumvarp um breytingar á löreglulögum voru samþykktar fyrir þinglok en í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið var fjallað um þetta atriði. Nefndin hafði þá fengið ýmsa aðila að borðinu, til dæmis meðlimi NEL, og hefur greinilega velt því fyrir sér hvort skerpa ætti það ákvæði í lögum sem kveður á um heimild nefndarinnar til að fá gögn afhent frá lögreglunni: „Fram komu sjónarmið um að svo virðist sem að embættin átti sig ekki á afhendingarskyldunni sem á þeim hvílir samkvæmt lögunum og þá fari mikill tími í gagnaöflun frá lögregluembættunum. Því þyrfti að kveða skýrt á um þá skyldu og undantekningar þar á ef einhverjar væru,“ segir í áliti nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar taldi þá ekki ástæðu til að skerpa á þessu atriði í lögum, það væri mjög skýrt nú þegar: „Meiri hlutinn bendir á að skv. 6. mgr. 8. gr. frumvarpsins yrði texti 5. mgr. 35. gr. lögreglulaga óbreyttur frá því sem nú er og telur ákvæðið vera skýrt um afhendingarskyldu embættanna. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi þess að nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum og fái þær upplýsingar sem hún þarf. Í þessu samhengi telur meiri hlutinn mikilvægt að embættin sem í hlut eiga séu meðvituð um hlutverk nefndarinnar.“ Ráðherra inni í málinu Skúli segir að NEL eigi í mjög góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið og að verið sé að reyna að leysa þessi mál svo nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði þá við Vísi fyrr í vikunni að hún hefði áður rætt og þyrfti að ræða betur um þessi mál við lögregluna. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við gerð fréttarinnar.
Lögreglan Reykjavík Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira