Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 18:37 Lögreglumennirnir ræddu um það hvernig fréttatilkynning um málið ætti að vera. Vísir/Vilhelm Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. Lögreglan átti við upptökurnar Við rannsókn nefndarinnar á störfum lögreglu umrætt kvöld var farið fram á upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna. Erfitt reyndist þó að fá þær afhentar frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu: „Nefndin stóð frammi fyrir töluverðum erfiðleikum að fá afhentar myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem á vettvangi voru,“ segir í áliti nefndarinnar sem Vísir hefur undir höndum. Hún hafi óskað eftir upplýsingum frá embættinu þann 28. desember og síðar sent viðbótarbeiðni þar sem óskað var eftir upptökunum, þann 4. janúar. Gögnin bárust þó ekki fyrr en 8. febrúar og vantaði þá upptökurnar. Þær bárust ekki fyrr en eftir ítrekanir nefndarinnar þann 23. mars. Þegar nefndin fór loks yfir gögnin í byrjun apríl kom í ljós að „afmáður hafði verið hluti af hljóði upptakanna“. Nefndin óskaði þá eftir því að fá afhent eintak af upptökum, sem ekki hafði verið átt við, og fékk þær loks rúmri viku síðar. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þessi ummæli telur nefndin ámælisverð: Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Hljóðupptaka fyrri lögreglumannsins var fremur óskýr og tókst nefndinni ekki að ráða úr hvað þar fór fram en gat þó heyrt samskiptin hér að ofan á upptöku hins lögreglumannsins. Aðeins brotið á reglum um grímuskyldu Nefndin telur að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir greindi frá því í dag að eigendum Ásmundarsalar hefði verið boðið að ljúka rannsókn málsins með sektargerð vegna brots á lögum um grímuskyldu. Eigendurnir eru ekki taldir hafa brotið geng reglum um fjöldatakmarkanir eða reglum um opnunartíma. Telja niðurstöðuna sanna mál sitt Í tilkynningu frá eigendum Ásmundarsalar segja þeir niðurstöður rannsóknar lögreglunnar á umræddu kvöldi og nefndarinnar á starfsháttum lögreglumannanna staðfesta það að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið efnislega röng. „Niðurstaðan er í samræmi við það sem við höfum bent á allt frá birtingu dagbókarfærslu lögreglu á aðfangadagsmorgun, þar sem fullyrt var að haldið hefði verið samkvæmi, of margir verið á staðnum og lögboðnum lokunartíma ekki sinnt,“ segja þeir. „Hið rétta er, líkt og fram hefur komið og staðfest er í niðurstöðu lögreglu, að ekki var um neitt samkvæmi að ræða, heldur árlegu sölusýninguna „Gleðileg jól“. Þá voru reglur um fjöldatakmarkanir ekki brotnar, enda máttu verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns umrætt sinn. Enn fremur máttu verslanir hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu, eins og víða var í miðborg Reykjavíkur. Við höfum áður gengist við því að ekki var nægilega gætt að því að allir gestir bæru grímu öllum stundum í öllum rýmum listasýningarinnar. Munum við því greiða sektina og ljúka málinu, sem nú hefur verið til rannsóknar í um hálft ár, með þeim hætti.“ Lögreglan Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjarni var aldrei rannsakaður Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. 24. júní 2021 16:10 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Lögreglan átti við upptökurnar Við rannsókn nefndarinnar á störfum lögreglu umrætt kvöld var farið fram á upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna. Erfitt reyndist þó að fá þær afhentar frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu: „Nefndin stóð frammi fyrir töluverðum erfiðleikum að fá afhentar myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem á vettvangi voru,“ segir í áliti nefndarinnar sem Vísir hefur undir höndum. Hún hafi óskað eftir upplýsingum frá embættinu þann 28. desember og síðar sent viðbótarbeiðni þar sem óskað var eftir upptökunum, þann 4. janúar. Gögnin bárust þó ekki fyrr en 8. febrúar og vantaði þá upptökurnar. Þær bárust ekki fyrr en eftir ítrekanir nefndarinnar þann 23. mars. Þegar nefndin fór loks yfir gögnin í byrjun apríl kom í ljós að „afmáður hafði verið hluti af hljóði upptakanna“. Nefndin óskaði þá eftir því að fá afhent eintak af upptökum, sem ekki hafði verið átt við, og fékk þær loks rúmri viku síðar. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þessi ummæli telur nefndin ámælisverð: Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Hljóðupptaka fyrri lögreglumannsins var fremur óskýr og tókst nefndinni ekki að ráða úr hvað þar fór fram en gat þó heyrt samskiptin hér að ofan á upptöku hins lögreglumannsins. Aðeins brotið á reglum um grímuskyldu Nefndin telur að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir greindi frá því í dag að eigendum Ásmundarsalar hefði verið boðið að ljúka rannsókn málsins með sektargerð vegna brots á lögum um grímuskyldu. Eigendurnir eru ekki taldir hafa brotið geng reglum um fjöldatakmarkanir eða reglum um opnunartíma. Telja niðurstöðuna sanna mál sitt Í tilkynningu frá eigendum Ásmundarsalar segja þeir niðurstöður rannsóknar lögreglunnar á umræddu kvöldi og nefndarinnar á starfsháttum lögreglumannanna staðfesta það að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið efnislega röng. „Niðurstaðan er í samræmi við það sem við höfum bent á allt frá birtingu dagbókarfærslu lögreglu á aðfangadagsmorgun, þar sem fullyrt var að haldið hefði verið samkvæmi, of margir verið á staðnum og lögboðnum lokunartíma ekki sinnt,“ segja þeir. „Hið rétta er, líkt og fram hefur komið og staðfest er í niðurstöðu lögreglu, að ekki var um neitt samkvæmi að ræða, heldur árlegu sölusýninguna „Gleðileg jól“. Þá voru reglur um fjöldatakmarkanir ekki brotnar, enda máttu verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns umrætt sinn. Enn fremur máttu verslanir hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu, eins og víða var í miðborg Reykjavíkur. Við höfum áður gengist við því að ekki var nægilega gætt að því að allir gestir bæru grímu öllum stundum í öllum rýmum listasýningarinnar. Munum við því greiða sektina og ljúka málinu, sem nú hefur verið til rannsóknar í um hálft ár, með þeim hætti.“
Lögreglan Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjarni var aldrei rannsakaður Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. 24. júní 2021 16:10 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Bjarni var aldrei rannsakaður Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. 24. júní 2021 16:10
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43
Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49