Innlent

Sam­­tal lög­­reglu­mannanna hafi lýst for­dómum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Skúli Þór Gunn­steins­son er formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu.
Skúli Þór Gunn­steins­son er formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu.

For­maður nefndar um eftirlit með lög­reglu (NEL) segir ljóst að sam­tal lög­reglu­mannanna tveggja við Ás­mundar­sal, sem nefndin taldi á­mælis­vert, hafi ekki verið per­sónu­legt. Það hafi snúið beint að þeim sem lög­regla hafði af­skipti af á vett­vangi, lýst for­dómum og því fullt til­efni fyrir nefndina að fjalla sér­stak­lega um það.

Nefndin kom saman í dag til að ræða við­brögð Lands­sam­bands lög­reglu­manna um úr­skurð nefndarinnar í Ásmundarsalarmálinu. Fjölni Sæmundssyni, for­manni sam­bandsins, þótti nefndin teygja sig út fyrir sitt svið með því að skoða einka­sam­töl lög­reglu­manna við rann­sókn á störfum lög­reglu.

Hann sagði hættu á því að lög­reglu­menn dragi úr notkun búk- og bíla­mynda­véla ef hætta væri á að einka­sam­töl þeirra yrðu skoðuð við rann­sókn mála. Lík­lega yrði farið með málið fyrir Per­sónu­vernd.

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata og for­maður stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar, lagði það svo til í morgun að nefndin kæmi saman til að taka fyrir úr­skurð NEL og skoða hvort það standist lög að nefndin fjalli um einka­sam­tal lög­reglu­mannanna. Jón Þór segir að NEL virðist ekki gera greinar­mun á því að lög­reglu­menn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlut­lægni í störfum sínum.

Þær eru báðar sjálfstæðis, svona... framapotarar

Sam­tal lög­reglu­mannanna sem NEL greindi frá í á­liti sínu og taldi á­mælis­vert var á þessa leið:

Annar lög­­reglu­mannanna: „Hvernig yrði frétta­til­­kynningin… 40 manna einka­­sam­­kvæmi og þjóð­þekktir ein­staklingar… er það of mikið eða?“

Hinn lög­­reglu­­maðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“

Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálf­­stæðis… svona… frama­potarar eða þú veist.“

Nefndin leiðir hjá sér einkasamtöl sem snúa ekki beint að aðgerðum

Í skri­flegu svari til Vísis eftir fund NEL í morgun bregst Skúli Þór Gunn­steins­son, for­maður nefndarinnar, við þessari gagn­rýni. Hann segist fagna því að Per­sónu­vernd taki málið til skoðunar, það geti skýrt betur hlut­verk og eðli­legt verk­lag nefndarinnar í fram­tíðinni.

„Í upp­hafi skal það tekið fram að nefndin birtir ekki á­kvarðanir sínar opin­ber­lega og hlutaðist ekki til um að um­rædd á­kvörðun yrði birt í fjöl­miðlum,“ segir Skúli.

Skúli Þór er formaður NELaðsend

„Nefndin bendir hins vegar á að alls­konar sam­töl milli lög­reglu­manna rata inn á upp­tökur lög­reglu, mörg sem varða per­sónu­leg mál­efni þeirra eða tal um daginn og veginn. Þessi sam­töl skipta engu máli fyrir störf nefndarinnar enda leiðir nefndin þessi sam­töl hjá sér.

Í þessu til­tekna máli voru lög­reglu­mennirnir að ræða saman á vett­vangi um verk­efnið og að mati nefndarinnar komu fram í sam­talinu for­dómar gagn­vart þeim sem af­skipti voru höfð af. Þá ræddu lög­reglu­mennirnir um mögu­lega frétta­til­kynningu um af­skiptin. Lög­reglu­mennirnir voru m.ö.o. ekki að ræða um per­sónu­leg mál­efni.“

Hann tekur þá fram að dag­bókar­færsla lög­reglunnar, sem var til um­fjöllunar hjá nefndinni, hafi verið til um­ræðu hjá lög­reglu­mönnunum. Þeir hafi rætt það hvernig til­kynningin ætti að hljóma en eins og greint hefur verið frá sömdu lög­reglu­mennirnir á vett­vangi ekki færsluna sjálfa, þó það megi eðli­lega sjá fyrir sér að sá sem semur dag­bókar­færslur lög­reglunnar fái upp­lýsingar um út­köll frá þeim sem sinntu þeim.

„Lög­reglu­mönnum er að sjálf­sögðu frjálst að hafa sínar skoðanir en nefndin á­lítur að það sam­ræmist ekki starfs­skyldum þeirra að láta sínar per­sónu­legu skoðanir í ljós á vett­vangi þó þeim sé ekki beint að þriðja aðila,“ segir Skúli.

Lögregla getur átt við upptökur sínar

Málið snýr allt að því þegar lög­regla sendi frá sér frétta­til­kynningu á að­fanga­dags­morgun þar sem greint var frá út­köllum næturinnar og Þor­láks­messu­kvölds. Þar kom fram ítar­leg færsla um að lög­regla hefði leyst upp sam­kvæmi í Ás­mundar­sal, þar sem hefðu verið um 40 til 50 manns og á meðal þeirra „hæst­virtur ráð­herra“ í ríkis­stjórn Ís­lands.

Í kjöl­farið kom í ljós að það var Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sem færslan vísaði til. Ein­hverjir gerðu at­huga­semdir við hve ítar­leg færslan var, þar á meðal Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra og sam­flokks­kona Bjarna.

NEL tók störf lög­reglu um­rætt kvöld þá til um­fjöllunar en við störf nefndarinnar kom í ljós að lög­regla gæti átt við upp­tökur úr búk­mynda­vélum sínum.

Eins og Vísir greindi frá í gær hefur nefndin það nú til skoðunar að taka aftur upp ein­stök mál þar sem upp­tökur frá lög­reglu hafa á ein­hvern hátt verið ó­venju­legar eða þar sem hljóð vantar á þær.

Skúli segir við Vísi í dag að nefndin hafi nú fengið greinar­góðar skýringar á því hvernig vörslu upp­taka sé háttað hjá lög­reglu og hvað þurfi til að þeim sé breytt. Nefndin mun kynna sér það frekar og á enn eftir að taka á­kvörðun um hvort málin verði endur­upp­tekin.


Tengdar fréttir

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna

Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.