Erlent

Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kórónuveiran fer í hundana... og kettina.
Kórónuveiran fer í hundana... og kettina.

Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu.

Ástæðan er þó ekki sú að dýrin séu í bráðri hættu ef eigendurnir þjást af Covid-19, heldur segja sérfræðingarnir ekki útilokað að veiran gæti borist í dýrin og svo aftur í menn.

Ekki er þó vitað til þess að fólk hafi smitast af gæludýrunum sínum.

Rannsakendurnir tóku sýni hjá 310 köttum og hundum á 196 heimilum þar sem veirunnar hafði orðið vart. Sex kettir og sjö hundar reyndust vera með Covid-19 en 54 mældust með mótefni gegn SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19.

Flest dýr sýna engin eða mild einkenni sjúkdómsins.

Samkvæmt annarri rannsókn vísindamanna í Kanada eru kettir sem sofa í rúminu hjá eigendum sínum í sérstaklega mikilli hættu á að smitast. 

Í Rússlandi hafa dýralæknar hafði bólusetningar gæludýra.

BBC greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×