Innlent

Lilja komin aftur til starfa

Snorri Másson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hætt í tímabundnu leyfi sem hófst um miðjan júnímánuð. Um var að ræða veikindaleyfi að læknisráði en ekki var greint frá eðli veikindanna.

Veikindaleyfið var fellt úr gildi með forsetaúrskurði í Stjórnartíðindum á mánudaginn, eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnar- og samgönguráðherra hafði tímabundið gegnt skyldum Lilju.

Lilja Dögg er varaformaður Framsóknarflokksins og skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi þingkosningar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.