Enski boltinn

Sancho færist nær sjöunni á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho er á leiðinni til Englands.
Sancho er á leiðinni til Englands. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER

Manchester United hefur komist að samkomulagi um kaup á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í kvöld.

Kaupverðið er talið vera 73 milljónir punda en getur orðið hærra, eftir því hvernig enski landsliðsmaðurinn stendur sig hjá Rauðu djöflunum.

Hann mun ganga í raðir félagsins eftir að EM er lokið en hann er í enska landsliðshópnum sem er kominn í átta liða úrslit mótsins.

Enn er þó beðið eftir að félögin staðfesti vistaskiptin en The Athletic hefur heimildir fyrir því að Sancho fái treyju númer sjö á Old Trafford.

Það verður því alvöru pressa á landsliðsmanninum frá upphafi en leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo og David Beckham hafa borið treyjuna áður.

Samningur hans við Dortmund átti að renna út sumarið 2023 og vildi Dortmund tryggja sér góðan pening fyrir Sancho í stað þess að verðmiðinn myndi lækka.

Sancho kom í gegnum yngri flokka starf Norwich áður en hann gekk í raðir Man. City. Hann yfirgaf City svo fyrir Dortmund árið 2017 eftir að hafa hafnað nýjum samningi hjá City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×