Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin á Hlíðar­enda og í Eyjum á­samt vítunum sem Íris Dögg varði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íris Dögg varði tvær vítaspyrnur í Vestmannaeyjum.
Íris Dögg varði tvær vítaspyrnur í Vestmannaeyjum. Vísir/Hulda Margrét

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna. Einn leikurinn endaði markalaus en í hinum var nóg um að vera.

Valur vann nýliða Keflavík 4-0 þökk sé þrennu Elínar Mettu og sjálfsmarki sem Kristrún Ýr Hólm varð fyrir því óláni að skora. Þá má sjá viðtal við Eið Benedikt Eiríksson, annan af þjálfurum Vals, í spilaranum hér að neðan.

Þróttur Reykjavík vann góðan 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður varði tvær vítaspyrnur. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir en klikkaði á víti áður en Linda Líf Boama og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir svöruðu fyrir Þrótt.

Liana Hinds fékk svo gullið tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma er hún tók vítaspyrnu en lét Írisi Dögg verja frá sér líkt og Pridham gerði.

Einnig má sjá viðtal við Andra Ólafsson, fráfarandi þjálfara ÍBV, í spilaranum.

Klippa: Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×