Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 11:16 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nú að það hafi allan tímann verið talið best að rannsóknunum yrði sinnt hérlendis. Sú staðhæfing er hins vegar í engu samræmi við framgang málsins síðasta ár. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. Frá þessu greinir RÚV en Svandís ræddi við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Flutningi rannsóknanna hefur verið harðlega mótmælt af konum og heilbrigðisstarfsmönnum en meirihluti fagráðs um leghálsskimanir mælti með því að þær yrðu gerðar á Landspítala. Samningurinn við Hvidovre-sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Svandís sagði í samtalinu við RÚV að það hefði verið rætt við heilsugæsluna og Landspítalann að flytja rannsóknirnar aftur heim en heimildarmenn innan spítalans sem Vísir ræddi við í gær könnuðust ekki við að slíkt samtal væri í gangi. „Við höfum raunar talið allan tímann að best færi á að þetta yrði gert hér en til þess þarf þennan undirbúning. Það er ekki eins og Landspítalinn geti tekið við þessu á einum degi,“ hefur RÚV eftir Svandísi. Hún segir tilkynningar að vænta á næstu dögum. Lítill vilji til að halda rannsóknunum heima Rétt er að geta þess að Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu var á vordögum í fyrra falið að kannað það hvernig rannsóknum á leghálssýnum yrði hagað þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Um sumarið barst Landspítala erindi um mögulegan kostnað við framkvæmd rannsóknanna og í nóvember annað erindi þar sem forstjóri heilsugæslunnar spurði stjórnendur á spítalanum hvort þeir gætu tekið verkefnið að sér en lítill tími var þá til stefnu. Þrátt fyrir að Landspítalinn gæfi jákvætt svar var engu að síður samið við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu og meðal annars vísað til gæða og kostnaðar til að rökstyðja þá ákvörðun. Þeir sem Vísir hefur rætt við um málið hafa allir verið á því að ekkert hafi verið gert í aðdraganda flutnings verkefnisins til að stuðla að því að rannsóknirnar yrðu framkvæmdar hér á landi, hvorki af hálfu heilsugæslunnar né heilbrigðisráðuneytisins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV en Svandís ræddi við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Flutningi rannsóknanna hefur verið harðlega mótmælt af konum og heilbrigðisstarfsmönnum en meirihluti fagráðs um leghálsskimanir mælti með því að þær yrðu gerðar á Landspítala. Samningurinn við Hvidovre-sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Svandís sagði í samtalinu við RÚV að það hefði verið rætt við heilsugæsluna og Landspítalann að flytja rannsóknirnar aftur heim en heimildarmenn innan spítalans sem Vísir ræddi við í gær könnuðust ekki við að slíkt samtal væri í gangi. „Við höfum raunar talið allan tímann að best færi á að þetta yrði gert hér en til þess þarf þennan undirbúning. Það er ekki eins og Landspítalinn geti tekið við þessu á einum degi,“ hefur RÚV eftir Svandísi. Hún segir tilkynningar að vænta á næstu dögum. Lítill vilji til að halda rannsóknunum heima Rétt er að geta þess að Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu var á vordögum í fyrra falið að kannað það hvernig rannsóknum á leghálssýnum yrði hagað þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Um sumarið barst Landspítala erindi um mögulegan kostnað við framkvæmd rannsóknanna og í nóvember annað erindi þar sem forstjóri heilsugæslunnar spurði stjórnendur á spítalanum hvort þeir gætu tekið verkefnið að sér en lítill tími var þá til stefnu. Þrátt fyrir að Landspítalinn gæfi jákvætt svar var engu að síður samið við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu og meðal annars vísað til gæða og kostnaðar til að rökstyðja þá ákvörðun. Þeir sem Vísir hefur rætt við um málið hafa allir verið á því að ekkert hafi verið gert í aðdraganda flutnings verkefnisins til að stuðla að því að rannsóknirnar yrðu framkvæmdar hér á landi, hvorki af hálfu heilsugæslunnar né heilbrigðisráðuneytisins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32