Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 23:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, gagnrýnir Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana fyrir að hafa hent leghálssýnum kvenna með einkenni leghálskrabbameins. Vísir Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. „Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
„Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira