Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 14:41 Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. Norlén, sem er samflokksmaður Kristerssons, greindi frá þessu á fréttamannafundi klukkan 14:30. Hann hefur fundað með leiðtogum flokka á þinginu í dag til að kanna hvernig landið liggur og hver sé líklegastur til að geta myndað nýja stjórn. Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Hinn 57 ára Kristersson hefur setið á þingi frá 2014, en hann sat einnig á þingi á árunum 1991 til 2000. Hann var ráðherra sjúkratryggingamála á árunum 2010 til 2014 og tók svo við sem formaður hægriflokksins Moderaterna af Önnu Kinberg Batra árið 2017. Norlén sagðist hafa ákveðið að veita Kristersson umboðið þar sem hann er formaður stærsta flokksins af þeim sem greiddi atkvæði með vantrausti. Þá hafi á fundunum í dag fleiri formenn hvatt þingforseta til að veita Kristersson umboð til stjórnarmyndunar, en þeir sem bentu á Löfven sem einnig hefur sagst vilja leiða næstu stjórn. Norlén sagði á fréttamannafundi sínum að nauðsynlegt sé stjórnarmyndun tæki styttri tíma en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Hugsanlegt er að greidd verði atkvæði á sænska þinginu þegar á mánudaginn í næstu viku. Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Erfið staða Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð. Svíþjóð Tengdar fréttir Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. 29. júní 2021 07:54 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Norlén, sem er samflokksmaður Kristerssons, greindi frá þessu á fréttamannafundi klukkan 14:30. Hann hefur fundað með leiðtogum flokka á þinginu í dag til að kanna hvernig landið liggur og hver sé líklegastur til að geta myndað nýja stjórn. Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Hinn 57 ára Kristersson hefur setið á þingi frá 2014, en hann sat einnig á þingi á árunum 1991 til 2000. Hann var ráðherra sjúkratryggingamála á árunum 2010 til 2014 og tók svo við sem formaður hægriflokksins Moderaterna af Önnu Kinberg Batra árið 2017. Norlén sagðist hafa ákveðið að veita Kristersson umboðið þar sem hann er formaður stærsta flokksins af þeim sem greiddi atkvæði með vantrausti. Þá hafi á fundunum í dag fleiri formenn hvatt þingforseta til að veita Kristersson umboð til stjórnarmyndunar, en þeir sem bentu á Löfven sem einnig hefur sagst vilja leiða næstu stjórn. Norlén sagði á fréttamannafundi sínum að nauðsynlegt sé stjórnarmyndun tæki styttri tíma en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Hugsanlegt er að greidd verði atkvæði á sænska þinginu þegar á mánudaginn í næstu viku. Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Erfið staða Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Svíþjóð Tengdar fréttir Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. 29. júní 2021 07:54 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. 29. júní 2021 07:54
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25