Erlent

Telja árásarmanninn hafa hneigst að íslamskri öfgahyggju

Kjartan Kjartansson skrifar
Viðbragðsaðilar á vettvangi árásarinnar í Würzburg í Bæjaralandi á föstudag.
Viðbragðsaðilar á vettvangi árásarinnar í Würzburg í Bæjaralandi á föstudag.

Saksóknarar í Þýskalandi telja að karlmaður sem myrti þrjár konur og særði sjö alvarlega í borginni Würzburg á föstudag hafi líklega verið knúinn áfram af íslamskri öfgahyggju. Maðurinn hefur átt við geðræn vandamál að stríða.

Sómalskur karlmaður á þrítugsaldri gekk berserksgang í stórverslun í Würzburg í Bæjaralandi á föstudag. Greip hann hníf í búsáhaldadeild verslunarinnar og stakk fjölda kvenna. Þrjár þeirra létust en sjö til viðbótar eru alvarlega sárar.

Sjónarvottar segja að maðurinn hafi tvisvar hrópað „Allahu akbar“, „guð er máttugur“ á arabísku. Íslamskir hryðjuverkamenn hafa oft notað það sem heróp fyrir hryðjuverkaárásir.

„Íslamskur bakgrunnur fyrir glæpunum er líklegur,“ sagði í yfirlýsingu frá saksóknaraembætti í München, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Áður hafði þó komið fram að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Honum hafi meðal annars verið gert að sæta meðferð á geðdeild í aðdraganda árásainnar.


Tengdar fréttir

Þrjár konur létust í árásinni í Würzburg

Þrjú fórnarlömb árásarmanns sem gekk berserksgang með eggvopni í borginni Würzburg í Bæjaralandi í gær voru öll konur, að sögn lögregluyfirvalda. Hann særði auk þess fimm aðrar konur og eitt barn.

Nokkrir látnir í hnífaárás í Þýskalandi

Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir og sex særðir eftir að karlmaður á þrítugsaldri gekk þar berserksgang með stóru eggvopni í borginni Würzburg í sunnanverðu Þýskalandi í dag. Árásarmaðurinn var handtekinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×