Jamaíka falast eftir kröftum Mason Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 16:32 Mason Greenwood [til hægri] á ættir að rekja til Jamaíka. Phil Noble/Getty Images Knattspyrnusamband Jamaíka hefur undanfarið gert hosur sínar grænar fyrir fjölda leikmanna sem eiga ættir að rekja til eyjunnar í Karíbahafinu. Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira