Jamaíka falast eftir kröftum Mason Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 16:32 Mason Greenwood [til hægri] á ættir að rekja til Jamaíka. Phil Noble/Getty Images Knattspyrnusamband Jamaíka hefur undanfarið gert hosur sínar grænar fyrir fjölda leikmanna sem eiga ættir að rekja til eyjunnar í Karíbahafinu. Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira