Jamaíka falast eftir kröftum Mason Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 16:32 Mason Greenwood [til hægri] á ættir að rekja til Jamaíka. Phil Noble/Getty Images Knattspyrnusamband Jamaíka hefur undanfarið gert hosur sínar grænar fyrir fjölda leikmanna sem eiga ættir að rekja til eyjunnar í Karíbahafinu. Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Sjá meira
Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Sjá meira