Jamaíka falast eftir kröftum Mason Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 16:32 Mason Greenwood [til hægri] á ættir að rekja til Jamaíka. Phil Noble/Getty Images Knattspyrnusamband Jamaíka hefur undanfarið gert hosur sínar grænar fyrir fjölda leikmanna sem eiga ættir að rekja til eyjunnar í Karíbahafinu. Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira