Erlent

Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi íbúa Tigray-héraðs hefur neyðst til að flýja heimili sín og býr nú í flóttamannabúðum í Súdan.
Fjöldi íbúa Tigray-héraðs hefur neyðst til að flýja heimili sín og býr nú í flóttamannabúðum í Súdan. epa/Ala Kheir

Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu.

Hermenn og lögreglumenn landstjórnarinnar hafa líka sést flýja svæðið og svo virðist sem heimamenn hafi nú náð algjöru valdi á héraðshöfuðborginni. 

Landstjórnin segist hafa lýst yfir vopnahléi til þess að unnt verði að planta fyrir næstu uppskeru, en Tigray hérað er mikilvægt landbúnaðarhérað fyrir Eþíópíu. 

Hermenn stjórnvalda réðust inní Tigray hérað í nóvember og vakti sú aðgerði mikla athygli og voru stjórnvöld harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu vegna þess.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.