Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 20:29 Leitað í rústum hússins í dag. AP/Lynne Sladky Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. AP fréttaveitan segir fjölskyldumeðlimi þeirra sem saknað er einnig halda áfram í vonina. Þeir voru fluttir að rústunum í rútum í gær og í dag og fylgdust með björgunarstarfinu. Margir þeirra kölluðu nöfn þeirra sem saknað er í þeirri von að viðkomandi heyrði í þeim í rústunum. Rigning hefur komið niður á leitinni að eftirlifendum en búið er að slökkva þá elda sem loguðu áður í rústunum. Notast er við leitarhunda, ratsjár og önnur tæki til að finna fólk í rústunum. Forsvarsmenn leitarinnar segja leitarmenn hafa komist langt inn í rústirnar og að mikið kapp sé lagt á að finna eftirlifendur. Aðstoðarslökkviliðsstjóri Miami sagði blaðamönnum í dag að aðstæður hefðu reynst leitarmönnum erfiðar og þeir þyrftu að fara hægt yfir. Mikil vinna færi í að tryggja öryggi og að brak falli ekki saman þegar leitað er í því. Stór hluti hússins, sem kallast Champlain Towers South og er tólf hæðir, hrundi aðfaranótt 24. júní. Atvikið náðist á upptöku og má sjá það hér að neðan. Eigendum hússins hafði verið gert að greiða háar fjárhæðir í viðgerðir á húsinu sem sagðar voru vera nauðsynlegar. Í ástandsskoðun sem gerð var fyrir tæpum þremur árum vöruðu sérfræðingar við alvarlegum skemmdum á húsinu. Í skýrslu sem gerð var kom ekki fram að hætta væri á því að húsið hrundi. Þess í stað stóð að skemmdir hefðu orðið á steypu við bílakjallara hússins og sundlaug. Þá hefði skortur á frárennsli valdið miklum skaða á húsinu. Alls voru 136 íbúðir í húsinu, sem var byggt árið 1981. Skoða þarf flest fjölbýlishús Miami á fjörutíu ára fresti og votta að þau séu örugg. Sjá einnig: Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Miami Herald segir að kona úr stjórn húsfélags fjölbýlishússins hafi sent skýrsluna og önnur gögn til byggingarfulltrúa Miami sem hafi komið á fund stjórnarinnar og annarra íbúa nokkrum dögum síðar og lýst því yfir að húsið væri í „mjög góðu ástandi“. Sá hætti í starfi sínu í fyrra en þegar hann var spurður út í fundinn og skýrsluna um helgina sagðist hann ekki muna eftir því að hafa lesið hana, né því að fara á fundinn. Sundlaugin gaf sig líklegast fyrst Sérfræðingar sem blaðamenn Miami Herald ræddu við segja líklegt að steypa við sundlaug hússins hafi gefið sig fyrst og myndað tómarúm undir miðju hússins, sem hafi svo hrunið í það tómarúm. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því í dag. Blaðamenn Washington Post ræddu í gær við eiginmann konu sem bjó í húsinu. Hann var ekki heima en hún hringdi í hann þarna um nóttina og sagði honum að sundlaugin og pallurinn í kringum hana hefði hrunið. Skömmu seinna heyrði hann konuna öskra hástöfum og eftir það slitnaði sambandið. Sama kona og sendi byggingarfulltrúanum áðurnefnda skýrslu sendi honum póst í janúar 2019 og sagði verktaka vera að grafa of nærri fjölbýlishúsinu og þau hefðu áhyggjur af mögulegum skemmdum. Þeim pósti fylgdu myndir af vinnu við sundlaugina og bílakjallarann. Hún bað byggingarfulltrúann um að koma og skoða aðstæður. 28 mínútum eftir að hann fékk póstinn svaraði hann og sagði ekkert tilefni að hann skoðaði málið. Best væri að stjórnin fylgdist með framkvæmdunum og réði ráðgjafa til að meta mögulegar skemmdir. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36 Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01 Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
AP fréttaveitan segir fjölskyldumeðlimi þeirra sem saknað er einnig halda áfram í vonina. Þeir voru fluttir að rústunum í rútum í gær og í dag og fylgdust með björgunarstarfinu. Margir þeirra kölluðu nöfn þeirra sem saknað er í þeirri von að viðkomandi heyrði í þeim í rústunum. Rigning hefur komið niður á leitinni að eftirlifendum en búið er að slökkva þá elda sem loguðu áður í rústunum. Notast er við leitarhunda, ratsjár og önnur tæki til að finna fólk í rústunum. Forsvarsmenn leitarinnar segja leitarmenn hafa komist langt inn í rústirnar og að mikið kapp sé lagt á að finna eftirlifendur. Aðstoðarslökkviliðsstjóri Miami sagði blaðamönnum í dag að aðstæður hefðu reynst leitarmönnum erfiðar og þeir þyrftu að fara hægt yfir. Mikil vinna færi í að tryggja öryggi og að brak falli ekki saman þegar leitað er í því. Stór hluti hússins, sem kallast Champlain Towers South og er tólf hæðir, hrundi aðfaranótt 24. júní. Atvikið náðist á upptöku og má sjá það hér að neðan. Eigendum hússins hafði verið gert að greiða háar fjárhæðir í viðgerðir á húsinu sem sagðar voru vera nauðsynlegar. Í ástandsskoðun sem gerð var fyrir tæpum þremur árum vöruðu sérfræðingar við alvarlegum skemmdum á húsinu. Í skýrslu sem gerð var kom ekki fram að hætta væri á því að húsið hrundi. Þess í stað stóð að skemmdir hefðu orðið á steypu við bílakjallara hússins og sundlaug. Þá hefði skortur á frárennsli valdið miklum skaða á húsinu. Alls voru 136 íbúðir í húsinu, sem var byggt árið 1981. Skoða þarf flest fjölbýlishús Miami á fjörutíu ára fresti og votta að þau séu örugg. Sjá einnig: Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Miami Herald segir að kona úr stjórn húsfélags fjölbýlishússins hafi sent skýrsluna og önnur gögn til byggingarfulltrúa Miami sem hafi komið á fund stjórnarinnar og annarra íbúa nokkrum dögum síðar og lýst því yfir að húsið væri í „mjög góðu ástandi“. Sá hætti í starfi sínu í fyrra en þegar hann var spurður út í fundinn og skýrsluna um helgina sagðist hann ekki muna eftir því að hafa lesið hana, né því að fara á fundinn. Sundlaugin gaf sig líklegast fyrst Sérfræðingar sem blaðamenn Miami Herald ræddu við segja líklegt að steypa við sundlaug hússins hafi gefið sig fyrst og myndað tómarúm undir miðju hússins, sem hafi svo hrunið í það tómarúm. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því í dag. Blaðamenn Washington Post ræddu í gær við eiginmann konu sem bjó í húsinu. Hann var ekki heima en hún hringdi í hann þarna um nóttina og sagði honum að sundlaugin og pallurinn í kringum hana hefði hrunið. Skömmu seinna heyrði hann konuna öskra hástöfum og eftir það slitnaði sambandið. Sama kona og sendi byggingarfulltrúanum áðurnefnda skýrslu sendi honum póst í janúar 2019 og sagði verktaka vera að grafa of nærri fjölbýlishúsinu og þau hefðu áhyggjur af mögulegum skemmdum. Þeim pósti fylgdu myndir af vinnu við sundlaugina og bílakjallarann. Hún bað byggingarfulltrúann um að koma og skoða aðstæður. 28 mínútum eftir að hann fékk póstinn svaraði hann og sagði ekkert tilefni að hann skoðaði málið. Best væri að stjórnin fylgdist með framkvæmdunum og réði ráðgjafa til að meta mögulegar skemmdir.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36 Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01 Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36
Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01
Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42