Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 19:06 Hermenn stjórnarhers Eþíópíu á ferð nærri Mekelle. AP/Ben Curtis Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu. Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu.
Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira