Erlent

Gerðu loftárásir á skotmörk á landamærum Íran og Sýrlands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bandarískar herþotur.
Bandarískar herþotur. epa/Abir Sultan

Bandaríkjaher gerði í gær loftárásir á landamærum Íraks og Sýrlands. Skotmörkin voru bækistöðvar og vopnabúr vígamanna sem halda til á svæðinu og njóta stuðnings Íransstjórnar.

Loftárásirnar voru gerðar til að bregðast við drónaárásum sem gerðar hafa verið á bandaríska hermenn síðustu mánuði í Írak. 

Írönsk stjórnvöld hafa alfarið hafnað aðkomu að málinu. 

Þetta er í annað sinn sem Joe Biden forseti heimilar slíkar árásir á svæðinu frá því hann tók við embætti í janúar. 

Um 2500 hermenn eru enn í Írak þar sem þeir berjast í alþjóðlegu herliði gegn samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.