Innlent

Hefði vart getað óskað sér betri tíðinda á af­mælis­daginn

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Guðni Th. Jóhannesson afmælisbarn. Í dag er lögbundinn fánadagur.
Guðni Th. Jóhannesson afmælisbarn. Í dag er lögbundinn fánadagur. vísir/vilhelm

„Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ segir Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, í sann­kallaðri há­tíðar­færslu á Face­book-síðu sinni.

For­setinn á af­mæli í dag og er dagurinn því lög­bundinn fána­dagur. En svo virðist sem dagurinn sé fyrir for­setanum fyrst og fremst dagur gleði og gæfu vegna þeirra þátta­skila sem hann markar í far­aldrinum.

Á mið­nætti féllu allar sam­komu­tak­markanir úr gildi innan­lands.

„Enn skulum við þó hafa varann á, veiran geisar á­fram víða um heim. (Og vonandi mun leitin við Geldinga­dali skila árangri í dag.)“ skrifar for­setinn á Face­book.

„Engu að síður megum við hér heima fagna okkar merku tíma­mótum. Ég hugsa hlýtt til þeirra sem misst hafa ást­vini vegna vá­gestsins, auk þeirra sem veikst hafa af völdum hans. Og ég hugsa með djúpu þakk­læti til allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum í heims­far­aldrinum, í þágu alls sam­fé­lagsins.“

Guðni er sjálfur staddur í Vest­manna­eyjum þar sem hann heldur upp á af­mælis­daginn.

„Á af­mæli mínu í dag hefði ég vart getað óskað mér betri tíðinda en þeirra sem við getum nú notið. Við stóðum saman, við Ís­lendingar. Við treystum á mátt vísinda og þekkingar, við sýndum hvað í okkur býr þegar á reyndi. Höldum á­fram vöku okkar og þá mun allt fara vel.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×