Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 21:47 Janice McAfee þerrar tárin þegar hún ræðir við fjölmiðlamenn við fangelsið þar sem eiginmaður hennar fannst látinn í Barcelona á Spáni. AP/Joan Matue Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. Janice McAfee krefst ítarlegrar rannsóknar á dauða eiginmanns síns í fangelsi í Barcelona á miðvikudag. Spænsk yfirvöld segja að svo virðist sem að McAfee hafi hengt sig í fangaklefa sínum. Fyrr um daginn hafði þarlendur dómstóll fallist á framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkjan segist hafa rætt við McAfee í síðasta skipti nokkrum klukkustundum áður en hann fannst látinn. „Hinstu orð hans við mig voru: „Ég elska þig og ég hringi í þig í kvöld“. Þessi orð eru ekki orð manns sem er í sjálfsvígshugleiðingum,“ sagði Janice McAfee, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagðist hún kenna Bandaríkjastjórn og pólitískum ákærum gegn McAfee um hvernig fór. Sendiráð Bandaríkjanna á Spáni segist fylgjast grannt með rannsókn yfirvalda þar á dauða McAfee en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Reuters segir að sjálfsvígstíðni í spænskum fangelsum hafi reynst afar há í skýrslu Evrópuráðsins í fyrra en það þýðir að þau voru 25% tíðari en miðgildið í Evrópu. McAfee deildi klefa með öðrum fanga en var einn þegar hann lést. Enn er beðið niðurstöðu krufningar á líki hans. McAfee auðgaðist á fyrsta veiruvarnarforritinu sem kom á almennan markað og var kennt við hann á 9. áratugnum. Seldi hann fyrirtækið fyrir hundruð milljónir dollara og lifði eftir það skrautlegu lífi. Hann var meðal annars grunaður um að eiga þátt í dauða nágranna síns á Belís og var síðar handtekinn með mikið magn skotvopna um borð í snekkju í Dóminíska lýðveldinu. Í Bandaríkjunum var McAfee sakaður um svik í tengslum við rafmyntir og að standa ekki skil á skatti af milljónum dollara í tekjur sem hann hafði af ráðgjafarstörfum og fleiru. Bandaríkin Spánn Rafmyntir Tengdar fréttir Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Janice McAfee krefst ítarlegrar rannsóknar á dauða eiginmanns síns í fangelsi í Barcelona á miðvikudag. Spænsk yfirvöld segja að svo virðist sem að McAfee hafi hengt sig í fangaklefa sínum. Fyrr um daginn hafði þarlendur dómstóll fallist á framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkjan segist hafa rætt við McAfee í síðasta skipti nokkrum klukkustundum áður en hann fannst látinn. „Hinstu orð hans við mig voru: „Ég elska þig og ég hringi í þig í kvöld“. Þessi orð eru ekki orð manns sem er í sjálfsvígshugleiðingum,“ sagði Janice McAfee, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagðist hún kenna Bandaríkjastjórn og pólitískum ákærum gegn McAfee um hvernig fór. Sendiráð Bandaríkjanna á Spáni segist fylgjast grannt með rannsókn yfirvalda þar á dauða McAfee en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Reuters segir að sjálfsvígstíðni í spænskum fangelsum hafi reynst afar há í skýrslu Evrópuráðsins í fyrra en það þýðir að þau voru 25% tíðari en miðgildið í Evrópu. McAfee deildi klefa með öðrum fanga en var einn þegar hann lést. Enn er beðið niðurstöðu krufningar á líki hans. McAfee auðgaðist á fyrsta veiruvarnarforritinu sem kom á almennan markað og var kennt við hann á 9. áratugnum. Seldi hann fyrirtækið fyrir hundruð milljónir dollara og lifði eftir það skrautlegu lífi. Hann var meðal annars grunaður um að eiga þátt í dauða nágranna síns á Belís og var síðar handtekinn með mikið magn skotvopna um borð í snekkju í Dóminíska lýðveldinu. Í Bandaríkjunum var McAfee sakaður um svik í tengslum við rafmyntir og að standa ekki skil á skatti af milljónum dollara í tekjur sem hann hafði af ráðgjafarstörfum og fleiru.
Bandaríkin Spánn Rafmyntir Tengdar fréttir Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57