Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 09:59 Afganskir hermenn á ferð nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans. AP/Rahmat Gul Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það. Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það.
Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent