Ekki óeðlilegt ef Sverrir hefði skorað þrennu Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 21:29 Heimir Guðjónsson og hans menn eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum. Dregið verður í 16-liða úrslit á mánudaginn. vísir/vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekkert að missa sig af gleði yfir því að hafa komist áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Hann sagði þó seinni hálfleik sinna manna gegn Leikni hafa verið fínan. Valur vann 2-0 sigur. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði strax á áttundu mínútu og lagði svo upp laglegt skallamark Sverris Páls Hjaltested á 75. mínútu. „Hugarfarið í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Það hefði átt að hjálpa okkur að komast snemma yfir, við hefðum getað fylgt því eftir, en við gerðum það ekki. Seinni hálfleikur var betri en á móti kemur, eins og ég sagði fyrir leik, að Leiknisliðið er hörkugott lið, vel skipulagt og erfitt að eiga við,“ sagði Heimir sem hefur mátt venjast því í sumar að sjá sína menn vinna leiki þó að þeir yfirspili ekki endilega andstæðingana: „Það hefur gengið fínt. Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik og Sverrir skoraði gott mark. Það hefði ekki verið neitt óeðlilegt ef hann hefði skorað þrennu í þessum leik. Hann fékk góð færi en hann [Guy Smit] varði vel í markinu hjá þeim,“ sagði Heimir um hinn tvítuga Sverri Pál sem var lítið í umræðunni áður en knattspyrnusumarið hófst en hefur spilað tíu leiki það sem af er tímabili fyrir Íslandsmeistarana. „Sverrir sleit krossbönd fljótlega eftir að ég kom í Val og var frá í einhverja tíu mánuði. En hann er duglegur og leggur sig fram, og það er alltaf góð byrjun. Svo getum við unnið með hitt,“ sagði Heimir. Mjólkurbikarinn Valur Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira
Valur vann 2-0 sigur. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði strax á áttundu mínútu og lagði svo upp laglegt skallamark Sverris Páls Hjaltested á 75. mínútu. „Hugarfarið í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Það hefði átt að hjálpa okkur að komast snemma yfir, við hefðum getað fylgt því eftir, en við gerðum það ekki. Seinni hálfleikur var betri en á móti kemur, eins og ég sagði fyrir leik, að Leiknisliðið er hörkugott lið, vel skipulagt og erfitt að eiga við,“ sagði Heimir sem hefur mátt venjast því í sumar að sjá sína menn vinna leiki þó að þeir yfirspili ekki endilega andstæðingana: „Það hefur gengið fínt. Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik og Sverrir skoraði gott mark. Það hefði ekki verið neitt óeðlilegt ef hann hefði skorað þrennu í þessum leik. Hann fékk góð færi en hann [Guy Smit] varði vel í markinu hjá þeim,“ sagði Heimir um hinn tvítuga Sverri Pál sem var lítið í umræðunni áður en knattspyrnusumarið hófst en hefur spilað tíu leiki það sem af er tímabili fyrir Íslandsmeistarana. „Sverrir sleit krossbönd fljótlega eftir að ég kom í Val og var frá í einhverja tíu mánuði. En hann er duglegur og leggur sig fram, og það er alltaf góð byrjun. Svo getum við unnið með hitt,“ sagði Heimir.
Mjólkurbikarinn Valur Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira