Erlent

Prestur handtekinn fyrir sýruárás gegn biskupum í Grikklandi

Árni Sæberg skrifar
Prestar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar þegar allt lék í lyndi.
Prestar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar þegar allt lék í lyndi. Burak Kara/Getty

Grískur prestur á fertugsaldri var handtekinn í gær, miðvikudag, fyrir að kasta sýru yfir sjö biskupa grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Presturinn framdi sýruárásina þegar hann var yfirheyrður af biskupunum vegna ætlaðra brota í starfi.

Honum var gefið að sök að hafa haft kókaín í fórum sínum og stóð því til að svipta hann hempunni.

Þrír prestanna liggja nú á spítala og fá meðferð við sýrubruna, aðallega á andliti. Þá liggur einn öryggisvörður á spítala en sá reyndi að stöðva flótta prestsins.

Vassilis Kikilias, heilbrigðisráðherra Grikklands, heimsótti fórnarlömbin á spítala. Haft er eftir honum að eitt þeirra sé á leið í lýtaaðgerð á andliti.

Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, ræddi við erkibiskup grísku rétttrúnaðarkirkjunnar og sagði gríska ríkið munu bjóða fram alla mögulega heilbrigðisþjónustu til að flýta fyrir bata fórnarlambanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×