Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 14:45 Cristiano Ronaldo og Toni Kroos eiga báðir á hættu að ljúka keppni á EM í kvöld. EPA/HUGO DELGADO Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira